Stebbi segir snýr aftur!

Jæja kuntur og koníak. Nú er drengurinn mættur! Ég mun skrifa hérna einhverja gestapistla og ætlaði að smella einhverju horni hérna til hliðar en ég er bara svo þroskaheftur að ég get bara með engu móti fundið út úr hvernig ég á að fara af því! En allavega hér er einn gamall pistill af action en á næstu dögum mun einn sjóðandi nýr birtast;)

 

Hrekkir

Þar sem að ég bý í íbúð með öðrum vakna oft allskonar hugmyndir sem gaman væri að framkvæma í sambandi við hrekki og að gera sambýlismanni mínum lífið leitt. En þar sem að ég hef ekki efni á að borga alla leiguna einn að þá læt ég ýmislegt vera. Eftirfarandi listi eru atriði sem koma frá hugarbúi mínu eða annað sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina en ekki eitthvað copy, paste af netinu. Nauðsynlegt er þó að segja ykkur að fæst hef ég gert heldur bara afsprengi míns sjúka hugsanna


1. Koddaverafylling - Þá tekurðu allar þínar sveittu nærbuxur og sokka og fyllir koddaver fórnalambsins. Æskilegt er að nærbuxurnar séu með þjófavörn (bremsufar) svo öruggt sé að viðkomandi geti ekki sofnað...

2. Hitakrem í nærbuxurnar- Þetta er viðurstyggð, þetta hefur verið gert við mig og ég hélt á tímabili að ætlaði að kvikna í kúlunum. Ef vel tekst til að þá geta kúlurnar litið út einsog brendar kjötbollur.

3. Breyta nesti - Það sem nánast allir taka með sér einhvertíman í nesti er samloka með skinku og osti sem ætlunin er að grilla seinna um daginn. Þarna gefst kjörið tækifæri til að smella einhverju mis góðu á milli, t.d tannkremi, skordýrum, hnakkosti eða jafnvel hundaskít ( þú verður þó að smyrja hann)

4.Tyggjó í gelið- Þetta krefst nokkuð af vinnu en er alveg þess virði. Best er að nota hubba bubba tyggjó en það er brætt í örbylgjuofni. Aðeins skal nota eitt svo ekki vakni grumsemdir þegar búið er að blanda því saman í gelið. Árangurinn ætti ekki að láta á sér standa en einsog allir vita er ógjörningur að ná tyggjó úr hári..

5. Dýraskít í sturtuhausinn - Margir klikka þarna og notast við hundaskít. Það eru algjör byrjenda mistök enda hundakúkur alltof stór. Betra er að notast við kattakúk og þá alveg ferskan. Ef ekkert er í boði nema gamall og harður geiri er gott að mýkja hann upp í örbylgjunni. Svo þegar viðkomandi fer í sturtu kemur þessi líka skemmtilega brúna buna...

6.Rassavekjan - Í þennan hrekk þarftu að fá liðsauka. Þegar fórnalambið er sofandi laumast þú upp í rúm til hans og "sest" á andlitið á honum en þó án þess að snerta. Þegar þarna er komið við sögu öskrar félagi þinn eldur, eldur af lífs og sálarkröftum svo fórnarlambið hrökkvi upp og endi með nefið þar sem enginn vill enda..

7 Nammipokinn - Í öllum betri matvöruverslunum er hægt að kaupa hundanammi sem að líkist venjulegu sælgæti. Skemmtilegt er þá að lauma einu í nammipokann hjá viðkomandi enda svona dýramatur algjör viðbjóður

8-Breyta símaskránni- Þetta er einstaklega gaman en nauðsynlegt þó að breyta rétt. Þarna ÁTTU að svissa númerum þannig að númerið hjá mömmu sé hjá einhverjum af allt öðrum toga, t,d kærastu, bólfélaga eða klámlínu. Ef þið eruð óþreyjufull má leika sér með því að senda sms af vitinu frá t.d þessum bólfélaga og láta svo fórnarlambið svara...

9. Slideshowið - Ef fórnarlambið er að gera fyrilestur í skólanum er hérna kjörið tækifæri til að sá fyrirlestur gleymist aldrei og verði jafnvel hans sá seinasti. Margir möguleikar eru hérna í boði en sjálfum þætti mér fyndnast að notast við einhvers konar kynlífs þema, t.d dýr. Nauðsynlegt er þó að að breyta myndunum í miðjum fyrirlestri svo pottþétt sé að hann komist öruglega upp á vegg með skjávarpa. Einnig má setja smá hljóð með.

10. Þessi er einskonar legend í hrekkjunum en hann átti sér stað á heimavistinni á Laugarvatni. Þá var eitt herbergi tekið fyrir helgarfrí og kúkað í ljósakrónu án vitundar herbergis eiganda. Síðan var hún skrúfuð upp og ljósin kveikt. Þannig var herbergið skilið eftir alla helgina og því góður tími til að saurinn mundi nú hitna og mynda góða lykt. Segir sagan að þegar eigandi herbergisins fann loksins skýringuna á lyktinni sem mætti honum á mánudeginum var orðið allltof,alltof seint að grýpa til aðgerða. Var lyktin föst allan veturinn....


Enjoy Stebbi ólafur ölfuströll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld, þú kannt svo sannarlega á blókið kallinn minn! yndislegt blogg og góðir hrekkir

kristó (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband