30.10.2007 | 18:48
Bernskubrek
Nei gott fólk ég ætla ekki að tjá mig um Steina Njáls eða Bernskubrek í þeim dúr. Sama hversu æðisleg eða skemmtileg lesning það gæti orðið. Ég (kristó) og Hlynkurinn vorum að rifja upp ýmis bernskubrek okkar og hvað við vorum að gera þegar við vorum litlir glaumgosar í úthaganum að afreka ýmislegt, bæði löglega og ólöglega hluti.
Við vinnum með þýskri stelpu sem er sakleysið uppmálað og eftir að hafa heyrt af öllu sem við hefðum gert þá rifjaði það upp eina setningu frá foreldrum hennar, " Ef þú gerir þetta(einhver sem var bannað) þá ferðu til helvítis "og komst að því að við vorum búnir að gera þetta allt saman.
Þar sem við vorum ekki beint bjartir, ljósin voru kveikt en fáir heima, og okkur leiddist brugðum við oft á það ráð að fara í mjög heimskulega leiki. Leiki sem virtust vera góð hugmynd á þeim tíma. Eins og til dæmis
- hjóla yfir götur og máttum ekki hægja á okkur né líta til beggja hliða
- Binda fyrir augun á einum og láta hann smakka einhvern viðbjóð og hann átti að geta hvað það var.
- Klifra efst upp í há tré og sveifla sér.
- Sitja ofan á ljósastaurum
- Brjótast inn í kofa og stela verkfærum til að skemma hluti.
- Fylla holræsin af grjóti (Ef þið eruð að spá hvað var gaman að því þá giska ég á blúbbsið sem heyrðist)
- Hoppa á bílum.
- Leikur sem hét einfaldlega risaeðluleikurinn, sem var einfaldur og snérist um að einn var risaeðla að elta hina, Grétar var bestur enda með allskonar risaeðlu hljóð.
- Hollin skollin og sá sem var hann var með bundið fyrir augun og þurfti að hlaupa.
- Í gamla daga var ruslapokunum staflað í hrúgur víðsvegar um götuna, þá var leikurin að hjóla eins hratt og maður gat í hrúguna og láta sig fljúga í ruslið.
Jæja það var ábyggilega margt fleira sem við gerðum en þessi listi er eiginlega top 10 yfir heimskulegustu leiki sem er hægt að fara í. Eiginlega án efa. En ég er nokkuð viss um að þetta sé hollara en krakkarnir í dag sem hanga alla daga í tölvunum sínum. En jæja nú hafiði fengið smá innsýn inn í Úthagann sem var erfitt hverfi. Glæpir allstaðar, aðallega framið af mér og hlyn
Athugasemdir
hvernig var aftur lagið við hollinn skollinn? var það ekki e-ð með skíttu nú í pollinn?... það var amk classic song
en já, maður gerði misgáfulega hluti í æsku eins og kasta snjóboltum í bíla og í eldri krakka sem hlupu svo eftir manni og reyndu að berja mann...
...þetta voru góðir tímar
Guðmundur Marteinn Hannesson, 30.10.2007 kl. 21:26
Vá ég fékk flass back í gömlu snjóstríðin sem voru haldin í Sandvíkurskóla í nánast hvert skipti sem eitthvað snjóaði, þá voru alltaf yngri bekkirnir á móti þeim eldri, og þar sem við (yngri) vorum alltaf miklu fleirri þá unnum við oftast
mojo-jojo, 30.10.2007 kl. 23:46
þetta voru hógvær highlights, voru meira crazy og nokkuð fleiri til :P
hlynkur (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:48
uuu....já samála hlynknum, þið voruð snargeðveikir... það væri buið að gelda ykkur ef þið hefðuð verið krakkar fyrir 60 árum
Gunnar Drjóli (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.