Hvað skal gera þegar í harðbakkan slær?

Hvað skal gera , hvað skal gera þegar í harðbakkan slær og þú lendir í aðstæðum sem eru óþægilegar eða bara leiðinlegar og þú veist ekki til hvaða bragðs á að taka! Ég ætla taka nokkur dæmi mér til skemmtunar og yndisauka þar sem mér leiðist mikið meir en venjulegum manni sæmir. Eiginlega á hættumörkum.

Þú ert að bíða eftir strætó með fullt af fólki í strætó skýli. Ung/ur Kona/Karl kemur inn og kveikir sér í sígarettu og leggur þaraf leiðandi alla í kringum sig í stórhættu vegna óbeinna reykinga. Hvað skal gera?

Svarið er að  löðrunga sígóinn úr kjeftinum á henni/honum , halla undir flatt og segja " kjeeefti , smokers are jokers " og ganga á brott! (endilega gefa nokkrum í skýlinu spaðafimmu, blikka einhvern eða setja upp harða svipinn)

Þú ert að verða of seinn í vinnuna og RAV4 bíllinn á undan þér , sem einhver gömul hjón á dánarbakkanum eruu á, keyrir á 40 km hraða á 80km svæði. Hvað skal gera til að leggja ekki alla í bráða hættu með ofsaakstri?

Svarið: Keyra rólega hliðiná bílnum og bíða eftir næsta rauða ljósi, Þegar komið er á rautt ljós þá líturu á bílstjóran, lokar öðru auganu og dregur hitt í pung og starir beint í augun á honum. Vel þekkt aðferð til að sýna andúð sína á viðkomandi einstakling og til að hræða þau til aðgerða.

Jólin fara að nálgast og aukakílóin farin að leita á þig ? Hræddur um að passa ekki í jólaslaufuna eða þvengin? stórt er spurt er einn með svar!

Svar: Byrjaðu að klæða þig í mjög stór föt sem fela allt. Segðu að þú sért byrjaður að lyfta á fullu en dettu inná KFC í staðinn. Eftir jól geturu klínt aukakílóunum á jólin og liðið betur í þokkabót. Einnig kemur til greina að detta inná BSÍ í kjamma og kók sem er alls ekki síðra.

Þú ert á barnum að fá þér í glas þegar mjög fullur einstaklingur veitist að þér og segir þér að splæsa á sig ella eyða eillífiðinni með heljarsnáðum í helvíti.

Svar: Snúðu á hann með gátu, meðan hann reynir að leysa gátuna tekur þú snöggan hælkrók og skellir honum í jörðina og öskrar hátt og snjallt " hey þetta er ásgeir kolbeins " Við það ættu æstir aðdáendur hans að kremja hann til bana með ástina og kærleikan að vopni, allt fyrir ástina? þar hafði palli rétt fyrir sér.

Þú ert að labba heim frá miðbænum og sérð Steingrím Njálsson á vappi, með glott á sér sem gæti ekki talist til annars en glæpsamleg hegðun.

Svar: Danglaðu einu hnefahöggi beint á trýnið á honum (eða bara eins mörgum og þú mögulega ræður við) g gefðu honum smjerþefin af þínu meðali við níðingsskap. Ofbeldi er mjög vanmetin lausn á vandamálum. Reyndar virkar þetta á alla níðinga, allt milli Barna- og Dýraníðinga.

Jæja ef þetta bjargar ykkur ekki úr einhverjum svakalegum bobba þá hefuru komið þér í svo djúp vandræði að það væri ekki einu sinni hægt að baka þau! en ég kveð að sinni

Gjemli Kristó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

ég lenti akkúrat í reykingarbeiglu í strætóskýli í vikunni, ég vissi ekki hvað ég átti að taka til ráðs. Núna veit ég það... hehe...

Guðmundur Marteinn Hannesson, 1.11.2007 kl. 23:25

2 identicon

hehe snilld, er með annað

þú ert búin að vera með bullandi harðlífi í 2 vikur, hefur ekki náð að hafa hægðir í allan þann tíma og ert akkurat núna staddur í kringlunni. Það hleypur allt í einu á þig, hvað geriru?!

Svar: a) læddur bara vaða og hleypur síðan með lorrann í buxunum og gefur öllum five með colgate bros og þakkar fyrir þig, enda búin að reyna lengi

b) hringir á ljósmóður því þú veist að þessi á eftir að verða stór enda búin að ganga með hann í tvær vikur og ert kominn með bullandi hríðir

c) Sest í blómapott og lætur vaða

d) ferð á klósettið og rembist af öllum lífs og sálarkröftum, enda búin að bíða í tvær vikur, nokkrar mínotur ættu ekki að skipta máli... en smá áhætta að það geti lekið í buxurnar, en þá er A og B kosturinn til staðar

hlynkur (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: mojo-jojo

Ég er með eitt, Þú ert staddur í flugvél og átt langt flug framundan. Allt í einu verður þér brátt í brók, hvað gerirðu?

A: Ferð á klósettið setur einn fúlan og afsakar þig svo þegar allir í vélinni fynna lyktina með því að segja að þú hafir fengið svona ægilega slæmt skot í magann af einhverjum tælenskum mat. Hættan: Fólk horfir á þig viðurstygðaraugum.

B: Bíður þangað til að einhver annar fer á klósettið (helst krakki eða gamalmenni). Svo þegar viðkomandi kemur út þá stekkur þú inn og Gólar yfir alla vélina hversu vont lykt sé þarna, gerir svo þitt og enginn veit betur en að þú sért saklaus af lyktinni sem leggur um vélina. Hætta: þú gætir skitið í þig á meðan þú ert að bíða

C: Þú finnur þér sæti hjá sofandi farþega (helst gamalmenni), lætur vaða í buxurnar ein og ekkert sé og þegar aðrir farþegar fara að finna lyktina og fara að gjóa augunum að þér þá bendir þú á gamalmennið. Hætta: Lítil sem enginn, það er að segja ef gamalmennið vaknar ekki, en ef lyktin er nógu sterk þá ætti það að haldast sofandi

mojo-jojo, 5.11.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband