þetta frí

Þetta kærkomna frí er algjörlega að slá í gegn hjá mér. Sit hérna heima í íbúðinni minni og sötra bjór, spila Football manager og horfi á sjónvarpið. En ég get nú ekki boðið sjálfum mér þann munað að sofa út. Onei núna er ekkert að sofa til 14 eða 15! Núna dugir ekkert nema vakna eldsnemma á hádegi og sjá hádegisfréttirnar og ná neighbours! Allt í gangi þar get ég sagt ykkur, ætla samt ekki að gera það.

Stefán Ölfuströll kíkti í heimsókn hingað í rauða hverfið og tókum við vel á móti honum. Það verður sko ekki sagt að fólk komi að tómum kofanum hérna hjá okkur. Gunnar óli var nú fljótur að vippa svuntunni á sig og elda þessar fínu tortillur, meðan ég og stebbi spiluðum pro. Kjúklingurinn var nú einhvað tæpur hjá honum og get ég sagt að það sé bölvaður þæfingur í anus. Var prumpandi og kúkandi fram eftir öllu í gær og í morgun jafnvel. En það er nú allt önnur safaríkari saga að segja frá.

Rebekku systir leist ekkert á blikuna þegar hún spurði mig hvort við elduðum kjúklinginn ekki örugglega nógu vel í Foremann grillinu. Var víst einhvað að tala um Salmónellu. Ég svaraði af bragði " Í foremanninum? uss tekur enga stund " Sem gæti vel verið orsök þessa bölvaðs þæfings! og þó....plús hefur mér aldrei fundist leiðinlegt að kúka, eitt af áhugamálum mínum og vil ég helst vera að því meðan ég tala í símann.

Jæja bloggæði í gangi núna þar sem ég hef ekkert að gera ! nenni ekki meiru kv.gjemli Kristó sem er búin að blogga núna daglega!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kjúllinn var geggjaður! Elda nógu vel? iss piss ég grilla kjúklinginn minn hérna a kleppsveginum með því að setja hann frosinn á ofninn með blautu sokkunum....hann er orðinn góður og safarikur daginn eftir!

Stebbi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:02

2 identicon

Jæja kæri bróðir..

Hefurðu nokkuð annað að gera en að blogga?

væri gaman að heyra þínar sýrðu hugsanir eftir daginn í dag..varstu ekki bara fastur inni?

alltaf gaman að hafa snjó,verst að það er orðið helvíti erfitt að draga þig á sleðanum...

hefurðu eitthvað bætt á þig síðustu 15 ár? 

Tania (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband