3.3.2008 | 00:56
kuldabolinn bítur
Jæja núna þegar þetta er ritað er vika síðan við komum til baka frá menningarperlunni Jamaica. Fátt sem er jafn leiðinlegt og að hafa verið 10 daga í sól og sumari og koma svo heim á klakann til þess að vakna snemma, klæða sig í föðurland, loks í snjógallan og halda út í bylinn sem bíður manns. Þess vegna er ég mjög mikið að spá í því að vinna í lottó eða birta jafnvel auglýsingu í fréttablaðinu. Í auglýsingunni myndi segja:
ungur 21 árs karlmaður (sem er tanaður í drasl) leitar sér að lífsförunauti til þess að eyða ævi sinni með. Áhugamál: drekka/horfa á/snerta/hugsa um/tala um bjór, fótbolti og margt fleira. Er sem sagt að leita að hinni einu réttu, eina sem hún þarf að uppfylla er stór bankareikningur/gott starf og ótæmandi þolinmæði gagnvart leti og saurlífi. Aldur skiptir engu.....ef það er nóg af peningum.
Já ég held ég gæti smellt þessu inn í næstu viku og séð hvað gerist. Kannski fæ ég símtal frá einmana kellingu sem á fullt af peningum en enga hugmynd hvað hún á að gera við seðlana. Hefði ekkert á móti því að sitja heima í vellystingum allan daga og eina vandamálið í lífi mínu væri hvað í andskotanum ég ætti nú að gera af mér þegar ég færi á fætur um hádegi. Humar í morgunmat og allt sem hugurinn girnist í kvöldmatinn.
Jæja það má alltaf óska sér, ég var að fatta afhverju ég er aldrei búin að vinna í lottóinu ennþá. Hef bara tekið þátt tvisvar af svona milljón dráttum. Better luck next time hjá mér. kv.gjemli kristo
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.