27.5.2009 | 23:22
gjéhemli
jæja! í tilefni þess að ég er orðinn 23 ára gamall ungur maður þá hef ég tekið þá afdrifaríku ákvörðun að skrifa nokkur blogg aftur! en eins og flestir eða fæstir muna eftir þá var ég og Gunnar einmitt harðir bloggarar á tímabili. Máttum ekki sjá lyklaborð og þá vorum við byrjaðir að blogga eins og óðir hanar í mannaskít.
Svo fylgir líka aldrinum svo mikil viska. Viska sem ég þarf að miðla frá mér svo hún glatist ekki. Ef viska mín myndi glatast væri það álíka sorglegur atburður og kettlingar að drukkna....en það þyrftu að vera margir kettlingar til að jafna mig. Ég lærði margt á árinu sem leið samt ekki. Eins og í dag þá lærði ég að Lasagna er ekki alltaf gott. Já ég sagði það og meina, það virðist ómögulegt en svo er bara alls ekki.
Ég fór í hádeginu í minn vanalega hádegisrúnt að ná í mat út í Voga. Snefsið gamalt hræ, sem leit svolítið út eins og gömul ljót kona í framan, tók á móti mér ælandi. Ég þurfti að biðja um tissjú til að þurrka æluna af matarbökkunum og barðist á meðan við gamla hræið. Ef þið eruð að hugsa um afhverju ég barðist við hræið þá er svarið jafn augljóst og það er satt. I'm awesome og hún vildi greinilega eðla sig með mér. Ég henti henni þó utan í ofninn og hljóp út, henti myglaðri gúrku í fésið á henni og gaf henni augnlit sem þýddi " finish your self off " svo hljóp ég útí bíl.
Loksins komst ég aftur í Kálfatjörn þar sem flugmaður beið eftir mér og var sársvangur. Við átum lasagnað og ældum.
Þetta var nú góð saga og það var allt mér að kenna.nema það var gunnari að kenna mjémjémjé
Athugasemdir
Djöfull er ég sátt með þig að ætla að blogga aftur!!!
Sé fram á mjergar sóðalegar sögur í kærkominni framtíð....
Later, Ólöf
Ólöf Sif (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.