móslegin á djamæku?

Hér sit ég afar móslegin í annkáralegri stellingu. Ligg reyndar, nakin í fósturstellingu, og læt hugan reika. Einhvernvegin hugsa ég mikið skýrar þegar ég er nakin og ég tala nú ekki um í fósturstellingunni.  Þegar ég ligg á köldu gólfinu ,með gæsahúðina yfir allri bumbunni átta ég mig á hvað mér finnst gaman að liggja. Það er gaman að liggja hugsaði ég, en fór að hugsa afhverju það væri svona gott að liggja nakin? Prufaði að standa upp og ná í nærbrækur, en nei allt kom fyrir ekki. Það var bara ekki alveg eins gott, þó það kæmi ansi nálægt því. Fósturstelling er þægileg stelling, maður liggur samankrepptur eins og appelsínubörkur og fær varma frá sjálfum sér til að vernda sig frá ísköldu gólfinu, eða er það öfugt? kannski í bizzarro world en ég lifi bara í hinum venjulega heimi þar sem allt er eðlilegt. Eða svona nánast, ef maður sleppir steina njáls og félögum.

Bréfberin kom með fréttablaðið og laumaðist til að kíkja inn um bréfalúguna. Honum brá við að sjá nakin mann í fósturstellingu vera blogga. En brosti engu að síður og bauð mér góðan daginn. Þó það hafi verið erfitt að blogga,liggja nakin í fósturstellingu,þykjast vera appelsínubörkur,brosa og veifa tókst mér að gera nákvæmlega það, ég sá í augunum á honum að hann var stoltur af mér. Eða að hann vorkenndi mér....neee ég held ég hafi haldið kúlinu.

 Ef ég ætti kött myndi ég kalla hann Mister Mjámjá. Skilja útlenskir kettir mig ef ég tala íslensku? Ég hata íslenska ketti...ekki langar mig að hitta pólskan kött... það væri útí hött að reyna tala við svoleiðis kvikindi. Og þó ....

Þetta er gott í bili....gott að bulla aðeins svona áður en maður leggst undir feld og fær sér að sofa. Kv.Gjemli Kristó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband