gjéhemli

jæja! í tilefni þess að ég er orðinn 23 ára gamall ungur maður þá hef ég tekið þá afdrifaríku ákvörðun að skrifa nokkur blogg aftur! en eins og flestir eða fæstir muna eftir þá var ég og Gunnar einmitt harðir bloggarar á tímabili. Máttum ekki sjá lyklaborð og þá vorum við byrjaðir að blogga eins og óðir hanar í mannaskít.

 

Svo fylgir líka aldrinum svo mikil viska. Viska sem ég þarf að miðla frá mér svo hún glatist ekki. Ef viska mín myndi glatast væri það álíka sorglegur atburður og kettlingar að drukkna....en það þyrftu að vera margir kettlingar til að jafna mig. Ég lærði margt á árinu sem leið samt ekki. Eins og í dag þá lærði ég að Lasagna er ekki alltaf gott. Já ég sagði það og meina, það virðist ómögulegt en svo er bara alls ekki. 

Ég fór í hádeginu í minn vanalega hádegisrúnt að ná í mat út í Voga. Snefsið gamalt hræ, sem leit svolítið út eins og gömul ljót kona í framan, tók á móti mér ælandi. Ég þurfti að biðja um tissjú til að þurrka æluna af matarbökkunum og barðist á meðan við gamla hræið. Ef þið eruð að hugsa um afhverju ég barðist við hræið þá er svarið jafn augljóst og það er satt. I'm awesome og hún vildi greinilega eðla sig með mér. Ég henti henni þó utan í ofninn og hljóp út, henti myglaðri gúrku í fésið á henni og gaf henni augnlit sem þýddi " finish your self off " svo hljóp ég útí bíl.

Loksins komst ég aftur í Kálfatjörn þar sem flugmaður beið eftir mér og var sársvangur. Við átum lasagnað og ældum. 

Þetta var nú góð saga og það var allt mér að kenna.nema það var gunnari að kenna mjémjémjé

Bjöllusauður!

Bjöllusauðir eru mjög sjaldgæfar verur sem halda sig í myrkrinu á dagin og ljósinu á nóttunni. Þar með eru þau einnig ein öfugustu dýr jarðar og veigra sér ekki við að snerta vitlaust kyn á mjög erótískan hátt, jafnvel á mælikvarða mannfólks. Bjöllusauði er hægt að finna útum allan heim þó mest megnis á rökum votum blettum. Þess vegna telja vísindamenn að bjöllusauðir séu mjög meyrar verur og líklegast góðar til ætis og undaneldis. Einnig eru Bjöllusauðir miklar félagsverur og ferðast gjarnan saman í hópum í skjóli næturs, sem er slæmt fyrir þá því einnig þjást þeir af mikilli myrkfælni.

 Munið ef þið sjáið bjöllusauð að láta þá algjörlega í friði því Bjöllusauðurin á sér engan nátturulegan óvin rétt eins og krókudílar og ísbirnir.  Bjöllusauðir eru í rauninni hálf bjalla, hálfur vængefin sauður ,sem útskýrir gríðarlegt vænghaf þeirra......sem þeir nota ekki nema við mökun við vitlausar tegundir dýra. Sést hefur til Bjöllusauða króa af litla fallega hyrti og nauðga því hrottalega, en samt á mjög krúttlegan hátt.

 Þar með er niðurstaðan eftirfarandi: Bjöllusauðir, erótískir myrkfælnir nauðgarar í krúttlegri kantinum.

 

kv. Gjemli Kristó Attenborough 


Rappheimurinn er hverfull!

Þar sem ég og gunnar gjemli eyðum miklum tíma saman hér í rauða hverfinu koma mörg vandamál upp á bátin sem þarf að leysa. Vandamálin eru ýmist stór eða smá og mismikilvæg. Í DAG leystum við eitt mikilvægasta vandamál sem við höfum þurft að kljást við. Hvað myndum við heita ef við værum gangsta rapparar. Niðurstaðan er sláandi frábær:

Kristó - Special K , Gunnar - G-milk

Við komumst að því að rappa bara tveir væri ekki nógu gaman og við þyrftum stærri hóp. Fórum á stúfana og fundum 5 fleiri menn sem allir geta farið með feitar rímur.

Andri a.k.a. A-men , Teddi bróður a.k.a. T-hug , Reynir a.k.a. Rhymelicious, Gulli a.k.a. Gúllas, Hlynkurinn a.k.a. þýski farandsrapparinn Hlynfred.

 Hver veit nema það komi út besta rapplag allra tíma með nýju rappsveitinni

Prostidudes

We mean buisness not Pleasure

Klárt mál að við munum ekki vera einhverjir one hit wonders heldur sláum við líklegast í gegn og verðum að slá gálur burt frá okkur með risa gáluspöðum. Keyrum um á úturpimpuðum bjöllum á 40" dekkjum með útúrblinguðum felgum! lífið verður ekki mikið betra. Munið þetta nafn " Prostidudes " !


kuldabolinn bítur

Jæja núna þegar þetta er ritað er vika síðan við komum til baka frá menningarperlunni Jamaica. Fátt sem er jafn leiðinlegt og að hafa verið 10 daga í sól og sumari og koma svo heim á klakann til þess að vakna snemma, klæða sig í föðurland, loks í snjógallan og halda út í bylinn sem bíður manns. Þess vegna er ég mjög mikið að spá í því að vinna í lottó eða birta jafnvel auglýsingu í fréttablaðinu. Í auglýsingunni myndi segja:

ungur 21 árs karlmaður (sem er tanaður í drasl) leitar sér að lífsförunauti til þess að eyða ævi sinni með. Áhugamál: drekka/horfa á/snerta/hugsa um/tala um bjór, fótbolti og margt fleira. Er sem sagt að leita að hinni einu réttu, eina sem hún þarf að uppfylla er stór bankareikningur/gott starf og ótæmandi þolinmæði gagnvart leti og saurlífi. Aldur skiptir engu.....ef það er nóg af peningum.

Já ég held ég gæti smellt þessu inn í næstu viku og séð hvað gerist. Kannski fæ ég símtal frá einmana kellingu sem á fullt af peningum en enga hugmynd hvað hún á að gera við seðlana. Hefði ekkert á móti því að sitja heima í vellystingum allan daga og eina vandamálið í lífi mínu væri hvað í andskotanum ég ætti nú að gera af mér þegar ég færi á fætur um hádegi. Humar í morgunmat og allt sem hugurinn girnist í kvöldmatinn.

Jæja það má alltaf óska sér, ég var að fatta afhverju ég er aldrei búin að vinna í lottóinu ennþá. Hef bara tekið þátt tvisvar af svona milljón dráttum. Better luck next time hjá mér. kv.gjemli kristo 


Jamaica ? been there done that

Jæja nú hef ég farið til Jamaica. Lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir Gjemla. Þvílík snilld er þetta land. Margt sem maður gert sér til dundurs. Allt frá deep sea fishing, sem er bókstaflega fjórir tímar af eintómri gleði,  allt til að fara  á Jet ski og fá að draga annan jet ski sem er auðvitað eintóm sæla líka.  Svo má ekki gleyma ógleymanlegri hjólabátsreynslunni þar sem reyndi verulega á vinabönd okkar fernra. Alveg sama hvað maður hjólar hratt fer maður alltaf jafn yndælislega hægt. Frír bjór og frír matur og frí sól ....hvað er hægt að biðja um meira?? það veit engin nema fuglin fljúgandi eða gaurin þarna sem var smiður fyrir löngu og var talin geta gengið á vatni.....já Guðbergur alveg rétt.

 Fundum líka frábæran veitingastað sem hét Mothers. Þvílík sæla að chilla og éta einn motherburger!  what's up motherburger? shut up with your mouth

kv.gjemli kristo 

 mothers


drykkjukeppnin mikla

Hver man ekki eftir 7 apríl 2006 þegar við Godfellas menn héldum frábæra drykkjukeppni! ? Það voru góðir tímar og núna var ég að grafa upp vídjóið. Klippti það aðeins til og gerði þetta ágætt. Ekki það mikil vinna lögð klippingu og hljóð en hvað um það. Er að fara til Jamaica hvort sem er.

 

 


Rambo

EF þú sem ert að lesa þetta blogg ert ekki búin að sjá Rambo skaltu drífa þig að mölva sparibaukin þinn. Safna saman 900 krónur og drulla þér í bíó að sjá þessa snilld. Það er að segja ef þér finnst gaman að sjá Sly Stallone murka líftóruna úr um það bil 1000 grjónum. Löðrandi snilld.... Sly er ekki vanur að klikka (nema í spy kids 3d) og hann klikkar ekki þarna. Eitursvalur með ennisbandið og sveðjuna og lætur hana bitna á hverjum sem í vegi hans verður!! Uss ég er að spá í að fara í herinn.

Vídjókvöld

Ennþá streyma vídjó frá okkur Gjemlum eins og heitar lummur á hádegi! á fundi fyrir feitabollur! sem hafa lágt sjálfsálit! á lummdaginn! Lítið búið að vera gera í dag svo við tókum bara góðan dag í upptökur og rugl! Hérna koma 2 önnur vídjó frá okkur. Í öðru þeirra fer Gunnar á kostum þar sem hann þambar mysu og lýsi eins og afkvæmi sels og belju. Selju? steinselju? hver er það? ég? neeeei.... kjánalega gæs. Ein hugmynd samt...ef maður syngur og drekkur mysu á meðan er maður þá mysingur?? og þó ...jú og rúmlega það.

Í hinu þá er það létt grín þar sem við sláum á svo létta strengi að það er eins og þeir fljóti um á einhverjum hamingjuvef. Í hamingjuvefnum er risastór hamingju kónguló sem færir manni hamingjuknús og gleði og starir blítt á mann með 200 augum....og loðnum vængjum... eru kanínur með vængji? það veit engin, nema kannski páskaflugukanínan... afhverju eru kanínu tengdar páska? Ætli það sé útaf ef þú tekur orðið PÁSKAR og tekur nokkra stafi burt, bætir nokkrum við , og færir nokkra til, þá kemur orðið angórukanína? fo shizzle my nizzle hvað er dílíóið með það?

Hvað er málið með gallabuxur? er það galli eða er það buxur? eða er það gallaðar buxur? afhverju ekki bara fótabuxur eða einhvað. Og afvherju er talað um náttföt en aldrei dagföt? mér langar ekki í náttfatabuxur mig langar í dagfatabuxur? Kannski var maðurinn sem fann upp íslensku vampýra...allaveganna hálf vampýra eða daywalker eins og við köllum það. Ekki að við köllum það, bara segjum það í svona tón sem er á milli outdoor og indoor voice-inni okkar. Allaveganna nógu hátt til að bæði dvergar og risar heyri. Ef dvergur og risi eignast barn , verður það þá venjulegt barn? eða verður hann bara með dvergalappir og stóran búk? aðeins albert frankenstein veit það.

Þessum spurningum verður sennilega aldrei svarað, allavegnana mjög seint, eða sveint. Ef við spryjum svein þá myndi hann svara mjög sveint. Sniður gamli snáði. Getur maður verið kallaður snáði ef maður er orðin gamall? Afhverju dvergar aldrei kallaðir gnómar? denni gerir það reyndar, en hann rúnkar sér líka yfir wow, og sleikir moldvörpueyru og nef. Afhverju er denni ekki forseti? mjáááá

Jæja hér eru vídjóin sem þið hafið öll beðið eftir með fiðrildi í augum og þvagfærum. Úsgev er vesgú aftúrábak. told your so


Þvílík gleði og húllumhæ í Rauða hverfinu

Já það var mikið um gleði og húllumhæ í vikunni þegar við ákváðum að leyfa Stebba Ölfuströllinu að vera með okkur í Gjemlu. Svo enn einn meistarinn er orðin meðlimur Gjemlanna. Í tilefni dagsins bjó ég til smá myndstúf um gleðina sem fylgir því að búa hér. Með miklum völdum fylgir mikil ábyrgð...ábyrgð fyrir sprell! og rúmlega það. Myndirnar tala sínu máli ...mjámjá

Kv.Kristó gjemli .... og gunnar sem stendur fyrir aftan mjálmandi

 

 

 


Nýr kafli í sögu gjemla

Ég og gunnar tókum höndum saman í kvöld og ákváðum að gera nýjan lið í síðunni okkar. Hver kannast ekki við Gumma Martein?. Hann hefur ýmis myndbönd á sínum snærum sem hann stærir sig af nánast daglega. Við buguðumst loksins undan álaginu og ákváðum að fara og gera það sama og hann hefur gert, einungis gera það betur,hraðar og flottara!. Hér er fyrsta vídjóið af vonandi mörgum

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband